• LIFE Project
    • (IS) LIFE Project
    • (BULG) LIFE Project
    • (FL) LIFE Project – Flemish
    • (IT) LIFE Project
  • Life Worth Living
  • Partners
  • Project Results
  • Our Facilitators
  • News
  • LIFE Project
    • (IS) LIFE Project
    • (BULG) LIFE Project
    • (FL) LIFE Project – Flemish
    • (IT) LIFE Project
  • Life Worth Living
  • Partners
  • Project Results
  • Our Facilitators
  • News
Access Platform

Ferðalag þitt að merkingarbæru lífi hefst hér.

Thomas Groom skrifar í bók sinni Educating for Life, "Að vera kennari er að standa á heilagri grundu - lífi fólks."

Sem kennarar tökum við líf ykkar alvarlega. Þið komið inn í þetta rými með sögu, fulla af sögum og reynslu, sem hefur mótað hugsanir ykkar, spurningar, ótta, efasemdir og einnig löngun til að læra og vera til staðar á þessari vegferð. Og allt þetta, allt sem þið eruð, er velkomið hér.

Í amstri hversdagsins er allt of auðvelt að festast í rútínu, verkefnalistum, og leitinni að velgegni og veraldlegum auði. Hefur þú einhvern tímann staldrað við og spurt sjálft þig þessarar grundvallarspurningar í lífinu, Hvað er farsælt líf?

Þessi spurning er sameiginleg mannlegri lífi og reynslu, óháð landamærum, menningu og bakgrunni.Hvernig lítur farsælt líf út? er spurning sem heimspekingar, skáld, trúarbragðasérfræðingar og vísindamenn hafa hugleitt í aldaraðir. Spurningin snertir sjálfan kjarnann í tilveru okkar og leggur grunn að leitinni að merkingu og tilgangi í mannlegu lífi og í allri menntun.

Your Journey to a meaningful life starts here

Thomas Groome writes in his book Educating for Life, “To be an educator is to stand on holy ground—people’s lives."

As educators, we take your lives seriously. You have come into this space with a history, full of stories and experiences, that have shaped your thoughts, questions, fears, doubts, and also your desires to learn and be present this journey. And all of it, all of who you are, is welcome here.

In the hustle and bustle of our daily lives, it's all too easy to get caught up in the routine, to-do lists, and the pursuit of success and material possessions. But have you ever paused to ask yourself a fundamental question: What truly makes life worth living?

This question lies at the heart of our human experience, transcending borders, cultures, and backgrounds. It's a question that philosophers, poets, scientists, and seekers of wisdom have contemplated for centuries. It's a question that touches on the very essence of our existence and the pursuit of a meaningful and fulfilling life.

At its core, the quest for a life worth living is a deeply personal journey.

UPPGÖTVAÐU MEIRA UM LÍF SEM ER LÍFSINS VIRÐI NÁMSKEIÐIÐ

Líf sem er lífsins virði: að hugsa um kennarar ogstjórnendur

" Líf sem er lífsins virði: að hugsa um kennara og stjórnendur" persónulegt ferðalag í þroska og þróun sem er ólíkt allri annarri reynslu sem þú hefur upplifað, því ferðalagið byggir á þeirri trú að engin fagleg þróun geti átt sér stað án persónulegrar þróunar. Við bjóðum þér að taka þátt í þessu ferðalagi.

Með þátttöku í "Líf sem er lífsins virði" ferðalaginu gefst þér kostur að verða hluti af hópi kennara og skólastjórnenda sem saman fá tækifæri til að staldar við, íhuga nokkrar af grundvallarspurningum lífsins, deila og hlusta með öðrum, ígrunda eigin hugsanir, og þannig fá skýrari sýn á það sem skiptir máli í þínu eigin lífi. "Líf sem er lífsins virði" er ferðalag þar sem þú munt uppgötva og fá tilfinningu fyrir tilgangi þíns eigins lífs og hvað það er sem gerir það merkingarbært í gegnum sjálfsígrundun, virka þátttöku og gagnrýna sjálfsskoðun.

KYNNSTU LEIÐBEINENDUNUM OKKAR

Your Journey to a meaningful life starts here

Thomas Groome writes in his book Educating for Life, “To be an educator is to stand on holy ground—people’s lives."

As educators, we take your lives seriously. You have come into this space with a history, full of stories and experiences, that have shaped your thoughts, questions, fears, doubts, and also your desires to learn and be present this journey. And all of it, all of who you are, is welcome here.

In the hustle and bustle of our daily lives, it's all too easy to get caught up in the routine, to-do lists, and the pursuit of success and material possessions. But have you ever paused to ask yourself a fundamental question: What truly makes life worth living?

This question lies at the heart of our human experience, transcending borders, cultures, and backgrounds. It's a question that philosophers, poets, scientists, and seekers of wisdom have contemplated for centuries. It's a question that touches on the very essence of our existence and the pursuit of a meaningful and fulfilling life.

At its core, the quest for a life worth living is a deeply personal journey.

MARKMIÐ

Objectives

Þjálfun leiðbeinenda og Handbók
Þrjár vinnustofur í eigin persónu
Stafrænn námsvefur
Þjálfun leiðbeinenda og Handbók

Meginmarkmið verkefnisins er að þjálfa 10 leiðbeinendur (tvo frá hverju landi) tengslamiðaðri kennslufræði "Lífs sem er lífsins virði" nálguninni. Þjálfunin mun undirbúa leiðbeinendur til að skipuleggja og leiða tvær 2 daga vinnustofur fyrir kennara og skólastjóra á þeirra eigin tungumáli, og sameiginlega alþjóðlega vinnustofu þar sem þátttakendur í 5 löndum munu koma saman. Leiðbeinendur fá einnig þjálfun í að stýra vinnustofum í gegnum net. Leiðbeinendurnir munu í framhaldi af námskeiðinu gegna mikilvægu hlutverki í að halda áfram að byggja upp þessa nálgun í þjálfun kennara og skólastjórnenda og annarra leiðtoga með því að stækka LIFE-samfélög í sínum löndum. Þessi nálgun mun stuðla að aukinni vellíðan innan kennarastéttarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum í skólum og meðal nemenda í gegnum umbreytingar á menningu og kennslufræðilegri nálgun. Handbókin mun nýtast samstarfsaðilum í framtíð til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í Líf sem er lífsins virði (LIFE) nálguninni. LIFE námsvefurinn mun einnig nýtast til þeirrar þjálfunar.

Þrjár vinnustofur í eigin persónu

Vinnustofurnar miða að því að skapa kennurum og skólastjórnendum sem taka þátt, vettvang þar sem þeir geta komið saman, myndað námssamfélag þar sem allir upplifa öryggi og taka þátt á eigin forsendum í merkingarbærum hugleiðingum um eigið líf og störf. Meginmarkmið LIFE verkefnisins er að auka vellíðan kennara og skólastjór. Með því að hafa jákvæð áhrfi á þá einstaklinga sem taka þátt mun "Líf sem er lifsins virði" námskeiðið hafa keðjuverkandi áhrif á nemendur og annað starfsfólk og þannig stuðla að betri skólabrag og betra starfsumhverfi fyrir bæði starfsfólk og nemendur. Vinnustofurnar hafa nokkur markmið, þar á meðal að tryggja virka þátttöku allra, byggja upp sterkt námssamfélag þar sem allir upplifa traust og öryggi, að nýta stafræna tækni við námið og beita fjölbreyttum þátttökumiðuðum kennsluaðferðum, s.s. jafningjalestur, myndlæsi, þögul samtöl, rannsóknasamfélag. Þessu til viðbótar verður lögð áhersla á vinnustofum á að þjálfa færni í árangursríkum samskiptum og tengsl þvert á fjölbreyttan bakgrund, þjálfa samkennd, virka hlustun og menningarlega hæfni.

Stafrænn námsvefur

Stafræn nálgun LIFE verkefnisins felur í sér þróun á stafrænum námsvef og þróun á netnámsamfélagi. Tvær stafrænar námslotur verða þróaðar sem styðja við nám og tengslamyndun þátttakenda á milli staðbundinna námskeiða. Á LIFE námsvefnum geta þátttakendur nálgast allar upplýsingar um uppbyggingu námskeiðs og námskeiðslotur, nálgast allt námsefni (texta og æfingar), átt samræður við aðra þátttakendur og tekið þátt í vinnustofum á neti. Leiðbeinendur geta sömuleiðis nálgast á vefnum Handbók fyrir leiðbeinendur, kennsluleiðbeiningar, texta og ítarlega útfærð handrit fyrir hverja námslotu í hverju þátttöku. LIFE starfræni námsvettvangurinn mun sömuleiðsi nýtast vel til að halda áfram að þjálfa fleiri kennara og skólastjórnendur, sem og leiðtoga í öðrum starfsgreinum í LIFE nálguninni í öllum þátttökulöndunum.

Markmið LIFE er að

auka vellíðan þeirra kennara og stjórnenda sem taka þátt með því að efla tilfinningu fyrir því að lifa merkingarbæru lífi. Allt of lengi hafa skólar, einkum kennarar og skólastjórnendur, þurft að bera þungann af hröðum breytingum á samfélagsháttum. Staðan var þessi fyrir Covid-19 heimsfaraldur en á meðan á honum stóð fór þetta ekki á milli mála, enda var skólum gert að umbreytast á einni nóttu á meðan ótti og óvissa ríktu í samfélaginu. Út um allan heim tóku kennarar áskoruninni og lærðu að tileinka sér nýja tækni til að tryggja nemendum tækifæri til náms. Um leið og þeir tókust á við eigin kvíða bjuggu þeir nemendum sínum yfirvegað námsumhverfi. Faraldurinn hefur nú fjarað út en álagið á kennara og skólastjórnendur einungis aukist sökum aukins kvíða meðal nemenda, þunglyndi og aukinnar fjarveru frá námi. Hvarvetna er horft til skóla og kennara með að hlúa að andlegri velferð nemenda. Á meðan ástand nemenda er alvarlegt, er sláandi skortur á stuðningi við velferð þeirra fullorðnu í skólum, þeirra sem hafa verið kölluð til aðstoðar. Orð bandaríska menntunarfræðingsins Bell Hooks, þar sem hún segir að „kennarar geta ekki stuðlað að heildrænni umbreytingu nemenda ef þeir eru ekki sjálfir heilir“ eru í þessu sambandi þörf áminning. 

LIFE AÐFERÐAFRÆÐIN

Þátttakendur í "Líf sem er lífsins virði" námskeiðinu verða valdir í gegnum umsóknaferli. Þátttaka byggir á getu til að skuldbinda sig í þann tíma sem námskeiðið tekur. Þátttaka í námskeiðinu er gjaldfrjáls. Verkefnið greiðir fyrir gistingu og uppihald þátttakenda á vinnustofum. Þátttakendur verða hins vegar að bera ferðakostnað innanlands sjálfir. Kostnaður vegna þátttöku í alþjóðlegu vinnustofunni er einnig greiddur af verkefninu. Áhugasamir sjá frekari upplýsingar á umsóknarformi sem er að vinna á þessari síðu og heimasíðu NORTH Consulting.

TEXTAR

LIFE nálgunin byggir á fjölbreyttu lesefni úr trúarbrögðum, heimspeki og menningu sem eru valin saman til að ígrunda ólíkar lífsspurningar og á rannsóknum sem fela í sér að samþætta fyrirliggjandi þekkingu á skipulagt form og beita gagnreyndum nálgunum við mat í því skyni að meta og bæta lífsgæði. Nálgunin ávarpar að farsælt líf er flókið og margþætt hugtak sem krefst heildrænnar og aðlögunarhæfrar nálgunar við mælingar og úrbætur.

Retreats

Staðbundnar vinnustofur í hverju landi og ein alþjóðleg gefa þátttakendum tækifæri til að bjóða þátttakendum upp á endurnærandi reynslu, þar sem persónulegur vöxtur, menningarleg könnun og merkingarbær tengsl við aðra kennara um allan heim sameinast. Vinnustofunum er ætlað vekja nýjan áhuga þátttakenda á kennslu og dýpra þakklæti fyrir lífinu sjálfu, sem skapar seiglu og innblástur meðal þeirra til að auðga starfið sitt og samfélög.

NÁMSVEFUR

LIFE námsvefurinn er heildstæður vefur sem gefur þátttakendum tækifæri til að tengjast öðrum þátttakendum og nálgast efni og verkfæri (æfingar) fyrir persónulegan og faglegan vöxt og stuðlar að mótun alþjóðlegs samfélags kennara og stjórnenda. Hér tengjast þátttakendur frá öllum þátttökulöndum, vinna saman og styrkja hver annan í að skapa merkingarbært líf og efla sín persónulegu áhrfi á menntun. LIFE námsvefurinn er stafrænn griðarstaður fyrir persónulega og faglega þróun.

Meginþættir í "Líf sem er lífsins virði" ferðalaginu

Þegar þú segir já við þátttöku í "Líf sem er lífsins virði" ertu að segja já við ferðalagi sem er um leið umbreytandi ferli. Ferðalagið felur í sér skuldbindingu um að verða hluti af samræðusamfélagi - jafningjum sem hittast á vinnustofum, læra saman, hlusta hverjir á aðra og styðja hverjir aðra í að móta eigin sýn á hvað farsælt líf er.

LIFE verkefnið býður 12 kennurum og skólastjórnendum í fimm löndum að taka þátt í þessu ferðalagi.

Þátttakendur frá hverju þátttökulandi munu taka þátt í tveimur tveggja daga vinnustofum og læra þess á milli í gegnum samræmt og ósamræmt nám í gegnum LIFE námsvefinn. Þessar vinnustofur munu eiga sér stað í hverju þátttökulandi á tungumáli hvers þátttökulands.

Meaning & Purpose

Margir heimspekingar og hugsuðir eins og Albert Camus og Jean-Paul Sartre hafa rannsakað hugmyndina um að finna tilgang og merkingu í lífinu. Farsælt líf felur í sér að finna tilfiningu fyrir tilgangi, uppgötva eigin lífsgildi og setja sér markmið sem raunverulega skipta máli. 

HAMINGJA OG VELFERÐ

Fyrir marga er farsælt og merkingarbært líf, hamingja og vellíðan. Farsælt líf ferlur í sér að upplifa gleði, ánægju og almenna lífsfyllingu. Jákvæð sálfræði hefur rannsakað þá þætti sem stuðla að hamingju og vellíðan.

PERSÓNLULEG ÞRÓUN

Að lifa farsælu lifi felur í sér stöðugan persónulegan vöxt, svo sem í gegnum nám, sjálfsuppgötvun og let að því að uppgötva eigin styrkleika.

SAMBÖND OG TENGINGAR

Sambönd sem eru merkingarbær og góð félagsleg tengsl eru mikilvægur hluti þess að lifa farsælu lífi. Þessi tengsl veita stuðning, ást og tilfinningu fyrir því að tilheyra.

REYNSLA OG ÆVINTÝRI

Margir forgangsraða að lifa lífi sem er fullt af reynslu, könnunum og ævintýrum. Að ferðast, prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann er kjarninn í því að lifa lífinu með þessum hætti.

JAFNVÆGI

Það er mikilvægt fyrir þá sem vilja lifa farsælu og merkingarbæru lífi að öðlast jafnvægi í lífinu og helstu þáttum þess, svo sem vinnu, fjölskyldu, hreysti , tilfinningalega líðan og frítíma. Í þessu sambandi er skynsamlegt að forðast að leggja of mikla áherslu á einn þátt umfram annan.

GILDI OG SIÐFERÐI

Margir einstaklingar sem taka þátt í þessu ferðalagi uppgötva að til að öðlast farsælt líf - lifa merkingarbæru lífi - er lykilatriði að samræma líf sitt við eigin gildi og siðferðilegum prinsippum. Með því að lifa í samræmi við eigin gildi og viðhorf upplifum við tilfinningu fyrir áreiðanleika og finnum til lífsfyllingar.

ÞRAUTSEGJA 

Lífið sjálft er fullt af áskorunum og mótlæti. Það að geta aðlagast, náð sér aftur eftir mótlæti og ræktað með sér seiglu og þrautsegju er mikilvægur hluti af ferðalaginu að finna út hvað farsælt líf er.

MENNINGARLEGUR MISMUNUR

Það er mikilvægt að taka fram að það sem telst vera farsælt líf getur verið mjög mismunandi milli menningarheima og einstaklinga. Hvað farsælt líf er er mjög persónulegt og huglægt hugtak.

LIFE Radio

Contact Us
Project Number: KA220-SCH-39808481
 

Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them.